Fara í efni

Rýmingarspjöld aðgengileg

22.06.2023 Fréttir Egilsstaðir Seyðisfjörður

Í kjölfar snjóflóða og rýminga á Austurlandi í marsmánuði síðastliðnum komu ábendingar um að rýmingarspjöld, sem dreift var í öll hús á Eskifirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði eftir aurflóðin í lok árs 2020, þyrftu að vera tiltæk þeim sem ekki ættu, á þessum þremur stöðum sérstaklega.

Slík spjöld eru enn til útprentuð og hægt að nálgast á lögreglustöðinni á Egilsstöðum, á Eskifirði og í Neskaupstað. Þau er einnig að finna hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði, Gerpi í Neskaupstað og Ísólfi á Seyðisfirði.

Spjöldin eru einnig á vef almannavarna https://www.almannavarnir.is/.../seydisfjordur.../

Rýmingarspjöld aðgengileg
Getum við bætt efni þessarar síðu?