Fara í efni

Salernisgámur til sölu

28.03.2022 Fréttir

Múlaþing auglýsir til sölu salernisgám 140*240*240 cm með tveimur salernum, vöskum og tilheyrandi. Gámurinn er af tegundinni CTX containex og var fluttur inn frá Þýskalandi árið 2015.

Gámurinn hefur þjónað sem salerni í höfninni á Borgarfirði en hann lenti í óhappi þann 3. janúar 2022 þegar stór alda skolaði honum út í sjó. Gámurinn fylltist af sjó er er því nokkuð ryðgaður og líklegt að raflagnir og tæki hafi skemmst.

Gámurinn stendur við áhaldahúsið á Borgarfirði og er hægt er að skoða hann þar, en frekari upplýsingar veitir Björn Skúlason í síma 867-2758.

Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið mulathing@mulathing.is merkt „Tilboð í salernisgám“ eigi síðar en kl. 10:00 þann 4. apríl 2022.

Múlaþing áskilur sér rétti til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

         

Salernisgámur til sölu
Getum við bætt efni þessarar síðu?