Fara í efni

Saman í sumar

06.07.2022 Fréttir

Nú þegar margir eru komnir í frí er gott að minna á að samvera fjölskyldunnar er besta forvörnin fyrir börn og ungmenni. Rannsóknir sýna að börn sem eiga fleiri samverustundir með foreldrum sínum meta andlega líðan sína betri (Rannsóknir og greining, 2022).

Meðal þeirra samverustunda sem SAMAN hópurinn stingur upp á eru sundferðir, útivist, lestur, að fjölskyldan sæki saman viðburði eins og tónleika og leiksýningar, fari í bíltúr eða útilegu og svo framvegis.

Þá er gagnlegt að rifja upp útivistarreglur samkvæmt barnaverndarlögum en á sumrin mega 12 ára og yngri vera úti til kl. 22:00 og 13-16 ára börn til kl. 24:00

Njótum sumarsins í Múlaþingi saman

Saman í sumar
Getum við bætt efni þessarar síðu?