Fara í efni

Samstarfssamningur milli Múlaþings og Körfuknattleiksdeildar Hattar

Á myndinni má sjá Ásthildi Jónasdóttir formann Körfuknattleiksdeildar Hattar og Björn Ingimarsson sv…
Á myndinni má sjá Ásthildi Jónasdóttir formann Körfuknattleiksdeildar Hattar og Björn Ingimarsson sveitarstjóra.

Í gær, 3. febrúar, var undirritaður samstarfssamningur milli Múlaþings og körfuknattleiksdeild Hattar í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum. Samninginn undirrituðu Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Ásthildur Jónasdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Hattar.

Múlaþing er þar með einn aðal styrktaraðili Körfuknattleiksdeildar Hattar og gerir félaginu kleift að viðhalda sínu öflugu starfi í öllum aldursflokkum. Samkvæmt samningi skuldbindur körfuknattleiksdeildin sig til að halda merki Múlaþings á lofti þar sem það á við, standa fyrir kynningar- og forvarnarverkefnum á vegum Múlaþings líkt og farandþjálfun á Djúpavog og Seyðisfjörð og einsetur sér að leikmenn meistaraflokks kvenna og karla séu til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Samningurinn gildir til 1. september 2021 en framlengist um eitt ár ef karlalið körfuknattleiksdeildar Hattar heldur sínu sæti í úrvalsdeild körfuknattleiks.


Getum við bætt efni þessarar síðu?