Fara í efni

Samtímalistasafnið ARS LONGA opnar um helgina

04.07.2022 Fréttir Djúpivogur

Þann 9. júlí næstkomandi, klukkan 15.00 verður samtímalistasafnið ARS LONGA á Djúpavogi opnað með pompi og prakt.

Safnið verður opnað með sýningunum Rúllandi snjóbolta 15 og Tímamót. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra mun opna sýningarnar formlega.

Rúllandi snjóbolti er samstarfsverkefni ARS LONGA samtímalistasafns og kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar (CEAC) í Xiamen í Kína með stuðningi Múlaþings og Myndlistarsjóðs.

Sýningarnar munu standa yfir sumartímann og eru landsmenn hvattir til þess að líta við og njóta þess að bera verkin augum.

Yang Jian, Internet of Things, 2018
Getum við bætt efni þessarar síðu?