Fara í efni

Samvera fjölskyldunnar ein besta forvörnin

Nú þegar sólin er hvað hæst á lofti og margir komnir í frí er gott að minna á að samvera fjölskyldunnar er besta forvörnin fyrir börn og ungmenni.

Meðal þeirra samverustunda sem SAMAN hópurinn stingur upp á eru sundferðir, útivist, lestur, að fjölskyldan sæki saman viðburði eins og tónleika og leiksýningar, taki bíltúr eða útilegu o.s.frv.

Þá er gagnlegt að rifja upp útivistarreglur samkvæmt barnaverndarlögum en á sumrin mega 12 ára og yngri ekki vera úti eftir klukkan 22 og 13-16 börn ekki eftir klukkan 24.

Njótum sumarsins í Múlaþingi saman.

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?