Fara í efni

Múlaþing býður upp á samverudagatal

01.12.2021 Fréttir

Nú nálgast jólahátíðin óðfluga og þá er samvera með fjölskyldunni mikilvæg sem endranær. Til þess að hvetja til gæðastunda foreldra og barna gefur Múlaþing samverudagatal með 32 hugmyndum að samverustundum fjölskyldunnar.

Hugmyndirnar 32 eru fleiri en dagarnir í desember en þannig fá foreldrar frjálsar hendur við valið á verkefnum og samverustundum. Einnig eru auðar línur, sem gefa rými til þess að skrifa sínar eigin hugmyndir, þar sem allar fjölskyldur hafa mismunandi jólasiði.

Sem dæmi um hugmyndir sem finna má í dagatalinu er göngutúr með vasaljós, að gera teppahús og lesa þar, skrifa bréf til jólasveinsins og elda saman kvöldmat. Auk þess eru uppskriftir að örbylgju-bollaköku og oobleck slími að finna í dagatalinu sem og jólabingó fyrir alla fjölskylduna.

Njótum tímans saman í jólaundirbúningnum.

Múlaþing býður upp á samverudagatal
Getum við bætt efni þessarar síðu?