Fara í efni

Seinni úthlutun menningarstyrkja Múlaþings

29.07.2025 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Byggðarráð Múlaþings auglýsir seinni úthlutun styrkja til menningarstarfs á árinu 2025. Umsóknarfrestur um styrki er til og með 31. ágúst 2025.

Múlaþing veitir menningarstyrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar liststarfsemi, viðburða eða verkefna. Umsækjendur skulu tengjast Múlaþingi með búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Múlaþings.

Sótt er um styrk með rafrænum hætti á Mínum síðum Múlaþings. Afgreiðsla umsókna liggur fyrir í lok september.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings á heimasíðu sveitarfélagsins.

Til úthlutunar í seinni úthlutun menningarstyrkja árið 2025 eru 2.047.200 kr.
Styrkir eru að upphæð 50.000 - 300.000 kr.

Upplýsingar og ráðgjöf veitir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála, elsa.bjorgvinsdottir@mulathing.is / 4 700 700.

Frá myndlistarsýningu Elínar Elísabetar Einarsdóttur, Sækja heim, í Glettu á Borgarfirði.
Frá myndlistarsýningu Elínar Elísabetar Einarsdóttur, Sækja heim, í Glettu á Borgarfirði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?