Fara í efni

Seyðisfjörður á lista yfir bestu smábæi í Evrópu

22.09.2021 Fréttir Seyðisfjörður

Á heimasíðu Austurfréttar í gær kom fram að Seyðisfjörður er, með sextán öðrum þorpum, á lista tímaritsins Travel + Leisure yfir bestu smábæi Evrópu.
Í fréttinni kemur fram að „Seyðisfjörður er fulltrúi Íslands á listanum sem lýst er sem smábæ innst í dramatískum firði. Um bæinn segir að þótt þar búi aðeins tæplega 700 manns státi bærinn af iðandi listalífi og fjölbreyttu úrvali gistihúsa, vínveitingastaða og veitingastaða, þar með talið besta sushi-staðar landsins.
Þá sé yst í bænum að finna göngustíg að listaverkinu Tvísöng sem sé steypt mannvirki með einstökum hljóðburði.

Af öðrum bæjum á listanum má nefna Zell am See í Austurríki, Bled í Slóveníu, Saint-Jean-de-Luz í Frakklandi, Otranto á Ítalíu, Rovinj í Króatíu og Pyrgi í Grikklandi. Travel + Leisure er eitt af þekktari ferðatímaritum heims, gefið út í New York allt frá árinu 1937. Eins og nafnið ber með sér einbeitir það sér helst að þeim sem leita eftir lúxusferðum.“

Fréttina í heild sinni má finna hér.

Seyðisfjörður á lista yfir bestu smábæi í Evrópu
Getum við bætt efni þessarar síðu?