Fara í efni

Seyðisfjörður uppljómaður - List í ljósi

08.02.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Listahátíðin List í Ljósi kynnir með stolti ljósahátíð 10. og 11. febrúar 2023 frá klukkan 18:00 til 22:00 báða daga.

Hátíðin List í ljósi fagnar nú komu sólar í áttunda skipti helgina 10. - 11. febrúar. Þegar rökkva tekur verður slökkt á öllum götuljósum og bærinn lýstur upp með fjölbreyttum listaverkum. Einnig má geta þess að hátíðin hlaut Eyrarrósina árið 2019 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Á hverju ári fagnar List í ljósi endurkomu sólarinnar til Seyðisfjarðar með ljósaverkum eftir bæði innlenda og erlenda listamenn. Þannig munu listaverkin umbreyta Seyðisfjarðarbæ og stórbrotinni náttúru í uppljómað undraland með listaverkum eftir bæði innlenda og erlenda listamenn. Um er að ræða fjöldann allan af ólíkum listaverkum svo sem skúlptúrum, myndvörpun, hljóð- og videóverkum sem listamennirnir hafa mótað að staðháttum og fagna þar með ljósinu eftir fjóra mánuði í skammdeginu.

Meðal hápunkta hátíðarinnar eru verkin Fuser eftir Sigurður Guðjónsson á Seyðisfjarðarkirkju, Freeze Frame, þrjú verk eftir Hrafnkell Sigurðsson, Skaftfell mun opna sýningu á myndbandsverkum sem kallast VIDEO verk í fimm þáttum og í samstarfi við RARIK munum við lýsa upp Fjarðarsel og dalinn í kring í fyrsta skipti. Allar sýningar, gjörningar og aðrir viðburðir á hátíðinni eru gestum að kostnaðarlausu. Allar frekari upplýsingar má sjá á vefsíðunni https://www.listiljosi.com.

//

List í ljósi welcomes the sun back to Seyðisfjörður

The Art in Light festival now celebrates the arrival of the sun for the eighth time on the weekend of 10. - 11. February. At dusk, all the street lights are turned off and the town is lit up with various works of art. It can also be mentioned that the festival won the Eyrarrósina in 2019 as an outstanding cultural project in the countryside.

Every year, Art in the Light celebrates the return of the sun to Seyðisfjörður with light works by both national and foreign artists. There is a large number of different works of art, e.g. sculptures, video projection, sound and video works that the artists have shaped according to local customs and thereby celebrate the light after four months in a short day.

Highlights include: Sigurður Guðjóns projecting his work Fuser on the Blue Church, Hrafnkell Sigurðsson´s three Freeze Frame work will illuminate at night, Skaftfell Art Center open their new video work exhibition Composition in Five Movements and with RARIK we will light up the valley of Fjarðarsel for the first time.

All exhibitions, performances and other events at the festival are free of charge for visitors. All further information can be found on the website https://www.listiljosi.com.

Ljósmynd: Chantal Anderson.
Ljósmynd: Chantal Anderson.
Getum við bætt efni þessarar síðu?