Fara í efni

Sirkusnámskeið á Egilsstöðum 30-31 júlí

28.07.2021 Fréttir Tilkynningar

Við viljum endilega minna á sirkuslistanámnskeiðið í íþróttahúsi Fellabæjar, námskeiðið er frítt en það þarf að skrá sig.

Sirkushópurinn Hringleikur býður upp á tveggja daga sirkusnámskeið fyrir 8-16 ára í íþróttahúsinu í Fellabæ 30.-31. júlí. Námskeiðið er klukkan 11:00-13:30 báða dagana.

Um er að ræða skemmtilegt og líkamlega krefjandi sirkusnámskeið þar sem þátttakendur kynnast undirstöðum sirkuslistanna.

Námskeiðið er í boði MMF og er þátttakendum að kostnaðarlausu, en mikilvægt er að skrá nemendur til þátttöku. Ef skráður nemandi mætir ekki og ekki er tilkynnt um forföll með minnst sólarhringsfyrirvara má búast við að rukkað verði forfallagjald að upphæð 3.000 kr.

Nánari upplýsingar og skráning á Tix.

 

Sirkusnámskeið á Egilsstöðum 30-31 júlí
Getum við bætt efni þessarar síðu?