Fara í efni

Sjálfseflingarnámskeið með aðferðum list- og náttúrumeðferðar

11.04.2023 Fréttir

Námskeiðið felur í sér tvo samverudaga í náttúrunni, sunnudagana 30. apríl og 21. maí frá klukkan 10 - 20 og tvo samverutíma í gegnum netið, miðvikudagana 4. og 11. maí klukkan 16-18. Námskeiðið er styrkt af Múlaþingi og er því þátttakendum að kostnaðarlausu.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru, Hildur Bergsdóttir, félagsráðgjafi, sem starfar með áherslu á náttúrumeðferð. Hildur er einnig fjallaleiðsögukona, útivistarþjálfari og jógakennari og Íris Lind Sævarsdóttir, myndlistakennari, listmeðferðarfræðingur, listakona og jógakennari.
Skráning og nánari upplýsingar í natturuskolinn@gmail.com.

Sjálfseflingarnámskeið með aðferðum list- og náttúrumeðferðar
Getum við bætt efni þessarar síðu?