Fara í efni

Sjávarútvegsskóli unga fólksins 2023

25.04.2023 Fréttir

Sjávarútvegsskóli unga fólksins er sumarskóli sem rekinn er í samstarfi fyrirtækja í sjávarútvegi, vinnuskóla sveitarfélaga og Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar.
Í Múlaþingi er skólinn í boði fyrir 14 ára nemendur eða þeir sem lokið hafa 8. bekk. Miðað er við að hámark 25 nemendur séu í hóp og hver hópur sækir skólann í 4 daga. Námið er í formi fyrirlestra, heimsókna í söfn og til fyrirtækja í sjávarútvegi. Fiskiskip eru skoðuð, farið er í leiki og verklegar æfingar svo sem skynmats á fiski og tilraunum. Kennarar eru tveir nemendur í sjávarútvegsfræði og líftækni við Háskólann á Akureyri ýmist útskrifaðir eða enn í námi. Sjávarútvegsskólinn hóf starfsemi sína árið 2013 og var þá rekinn af Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Fleiri sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum sóttust eftir því að taka þátt í verkefninu og árið 2015 var svo samið við Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri um að taka við umsjón skólans. Á næstu árum var ákveðið að kenna skólann á Norðurlandi í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækin þar. Sumarið 2020 var skólinn svo kenndur í fyrsta skipti í Reykjavík, á Sauðárkrók og í Vesturbyggð. Fyrsta rekstrarár skólans voru nemendur rúmlega 20 en 288 ungmenni sóttu skólann sumarið 2022.

Í ár gefst nemendum vinnuskólans í Múlaþingi, sem ljúka 8. bekk nú í vor, færi á að taka þátt í sjávarútvegsskólanum á Seyðisfirði. Sótt er um skólavist um leið og sótt er um vinnuskólann, í þar til gerðu haki.

Sjávarútvegsskóli unga fólksins 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?