Fara í efni

Sjómannadagurinn í Múlaþingi

26.05.2025 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Seyðisfjörður

Sjómannadagurinn er sunnudaginn 1. júní og honum verður fagnað með fjölbreyttum hætti á Borgarfirði, Djúpavogi og Seyðisfirði um helgina. Á Borgarfirði og Djúpavogi fara hátíðarhöldin fram á sjómannadaginn sjálfan en á Seyðisfirði verður forskot tekið á sæluna og blásið til hátíðarhalda daginn áður. Boðið verður upp á siglingar, skemmtidagskrár, dorgveiðikeppni og margt fleira.

Múlaþing sendir sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum hátíðarkveðjur í tilefni dagsins og hvetur íbúa til að koma saman og gera sér glaðan dag um sjómannadagshelgina.

Dagskrá sjómannadagsins í Múlaþingi

Borgarfjörður

Laugardagurinn 31. maí

  • 19:00 Kótilettukvöld og sjómanna “singalong“ hjá Já sæll

Sunnudagur 1. júní.

  • 11:00 Sjómannadagsmessa út í höfn.
  • 12:00 (eftir messu) Sigling. Sjómenn bjóða gestum í siglingu úr höfninni.
  • 13:00 (eftir siglingu) Belgjaslagur og stemning á bryggjunni í höfninni.
  • 15:00 Sjómannadagskaffi björgunarsveitarinnar Sveinunga í Fjarðarborg

Djúpivogur

Sunnudagurinn 1. júní

  • 10:30-12:00. Arctic Fun býður í kajakferðir í höfninni.
  • 11:00 Sjómannadagsmessa við Faktorshús.
  • 12:00 Dorgveiðikeppni
  • 12:45 Hópsigling frá Djúpavogshöfn.
  • 15:00 Fjölskyldudagskrá og grillveisla í Blánni í boði björgunarsveitarinnar Báru.

Seyðisfjörður

Laugardagur 31. maí

  • Kl: 11:00 Sigling með Gullver NS 12
  • Kl: 13:00 Dorgveiðikeppni á bæjarbryggju
  • Kl: 13:30 Hátíðarhöld á bæjarbryggju
  • Kl: 16:00 Fótboltaleikur á sparkvelli

Sunnudagur 1. júní

  • Kl: 20:00 Sjómannadagsmessa í Seyðisfjarðarkirkju
Sjómannadagurinn í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?