Fara í efni

Skoðunaráætlun Slökkviliðs Múlaþings

13.02.2023 Fréttir

Skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits.

Hér má sjá skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits fyrir árið 2023. Listaðar eru upp byggingar sem annað hvort þurfa skoðun árlega eða fjórða hvert ár. Við ákvörðun um skoðun er stuðst við byggingareglugerð og reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit. Viðbúið er að fleiri byggingar en þær sem eru á listanum verði skoðaðar eftir því sem ástæða þykir til. Eldvarnaeftirlitið hefur samband við eigendur bygginga til að fastsetja skoðunartíma þegar kemur að skoðun. Eldvarnaeftirlit er mikilvægur þáttur í forvörnum og eru eigendur bygginga hvattir til að bregðast sem fyrst við athugasemdum ef einhverjar eru. Benda má á að eigendur bygginga geta alltaf haft samband við eldvarnaeftirlitið til að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Einnig geta eigendur bygginga óskað eftir því að fá eldvarnaeftirlitið í heimsókn ef þurfa þykir.

SS

Skoðunaráætlun Slökkviliðs Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?