Fara í efni

Skóflustunga að nýjum leikskóla í Fellabæ

Fulltrúi verktaka, byggingastjóra, starfsfólks stjórnsýslu og kjörnir fulltrúar sem komið hafa að un…
Fulltrúi verktaka, byggingastjóra, starfsfólks stjórnsýslu og kjörnir fulltrúar sem komið hafa að undirbúningi verksins.

Föstudaginn 18. júní síðastliðinn var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla í Fellabæ. Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri Hádegishöfða, Stefán Vignisson framkvæmdastjóri MVA og Björn Ingimarsson sveitastjóri Múlaþings tóku skóflustunguna með góðri hjálp leikskólabarna frá Hádegishöfða sem tóku svo lagið fyrir viðstadda að verkefninu loknu.

Leikskólinn verður staðsettur við hlið Fellaskóla á stórri og skemmtilegri 8000 fermetra lóð. Byggingin verður alls um 890 fermetrar og stefnt að því að hún, ásamt lóðinni verði fullbúin og tekin í notkun í byrjun skólaárs 2022. MVA er verktaki og Mannvit fer með byggingarstjórn og eftirlit með verkinu. Hönnuðir eru VSÓ og Gríma arkitektar. Heildarkostnaður við framkvæmdina alla er áætlaður 650 milljónir.

 

Engin vettlingatök hér

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?