Fara í efni

Skóflustunga tekin á Djúpavogi

Forseti sveitarstjórnar Múlaþings, fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi og heimastjórn Djúpavogs við f…
Forseti sveitarstjórnar Múlaþings, fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi og heimastjórn Djúpavogs við fyrstu skóflustunguna í Markarlandi

Í gær, 3. maí 2021, var tekin fyrsta skóflustungan að fimm íbúða raðhúsi við Markarland á Djúpavogi. Það er þróunarfélagið Hrafnshóll ehf. sem byggir íbúðirnar fyrir leigufélagið Nýjatún ehf. Íbúðarnar eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir, 56fm og 76fm að stærð. Framkvæmdir fara nú í fullan gang og íbúðir verða tilbúnar til afhendingar snemma í haust. Um er að ræða vandaðar íbúðir sem er skilað fullbúnum með helstu tækjum í eldhúsi og öllum gólfefnum. Að utan er lóðin tyrfð og hellulögð og timburverönd fyrir utan stofu.

 

Hrafnshóll er viðurkenndur byggingaraðili hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), og því er einnig hægt að bjóða íbúðirnar til sölu með Hlutdeildarlánum, þar sem HMS leggur fram 20% af kaupverði íbúðir og kaupendur þurfa einungis að leggja fram 5% kaupverðsins. Þetta er góður kostur fyrir fyrstu kaupendur og þau sem uppfylla skilyrði um Hlutdeildarlán.

 

Hrafnshóll er með áætlanir um byggingu á um 150 íbúðum í sveitarfélögum víðs vegar um landið. Í Múlaþingi mun félagið reisa átta íbúðir á Seyðisfirði fyrir húsnæðissjálfseignarstofnunina Bæjartún íbúðafélag hses. Bæjartún hyggst einnig byggja 10 íbúðir á Egilsstöðum/Fellabæ með stofnframlögum frá HMS og sveitarfélaginu.

 

 

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?