Fara í efni

Skólastjóri á Seyðisfirði

25.06.2021 Fréttir

Staða skólastjóra Seyðisfjarðarskóla var auglýst laus til umsóknar og umsóknarfrestur um stöðuna rann út 23. júní síðast liðinn. Tvær umsóknir bárust um stöðuna. Gengið hefur verið frá ráðningu Þórunnar Hrundar Óladóttur, sem er Seyðfirðingum að góðu kunn, enda hefur hún starfað við skólann um langt árabil og var starfandi skólastjóri á síðasta skólaári.

Þórunni Hrund er óskað innilega til hamingju með starfið með óskum um farsælt skólastarf á Seyðisfirði.

 

Skólastjóri á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?