Fara í efni

Skýrsla ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði

01.10.2021 Fréttir Seyðisfjörður

Í kjölfar skriðufalla á Seyðisfirði í desember 2020 lagði Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings fram tillögu að ráðgjafanefnd yrði sett á laggirnar til þess að fjalla um færslu húsa utan Búðarár. Í ráðgjafanefndinni voru:

Tilnefndir úr heimastjórn Seyðisfjarðar: Ólafur Hr. Sigurðsson og Rúnar Gunnarsson. Frá Minjastofnun Íslands: Pétur H. Ármannsson og Þuríður E. Harðardóttir. Sérfræðingar úr hópi íbúa Seyðisfjarðar: Arkitektarnir Bragi Blumenstein og Þóra Bergný Guðmundsdóttir. Að auki var einn fulltrúi í nefndinni tilnefndur af ungmennaráði sveitarfélagsins: Gylfi Arinbjörn Magnússon. Eftirtaldir starfsmenn störfuðu með nefndinni auk þess að sinna skilgreindum verkefnum innan hennar svo sem nánar greinir í erindisbréfi. Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði, Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi.

 

Skýrsluna má finna hér.
Erindisbréf ráðgjafanefndarinnar má finna hér.

Skýrsla ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?