Fara í efni

Sláturhúsið í samstarfi við leikhópinn Svipir auglýsir eftir leikurum

02.05.2023 Fréttir Egilsstaðir

Helgina 5. - 7. maí verða leikprufur í Sláturhúsinu fyrir barnaleikritið Hollvættur á heiði eftir Þór Tuliníus. Verkið er samið sérstaklega fyrir Sláturhúsið í tilefni af opnun nýs sviðslistarýmis. Höfundur verksins, Þór Túliníus, leikstýrði sýningunni Sunnefu sem frumsýnd var í Sláturhúsinu haustið 2020 við frábærar undirtektir. Sláturhúsið vinnur verkefnið í samstarfi við leikhópinn Svipi og má geta þess að Sláturhúsið fékk fjórða hæsta styrkinn úr síðustu úthutun Sviðslistasjóðs fyrir verkefnið eða alls tæplega 19 milljónir. Atvinnuleikarar verða í nokkrum af aðalhlutverkunum og það er Ágústa Skúladóttir sem að leikstýrir. Leikmynd og búningar verða í höndum Þórunnar Maríu Jónsdóttur og Aldís Davíðsdóttir sér um brúðugerð. Hlín Péturdóttir Behrens verður tónlistarstjóri sýningarinnar. Áhugasamir þurfa að senda póst á mmf@mulathing.is eigi seinna en 4. maí en nánari upplýsingar er að finna hér í textanum fyrir neðan.

Leikarar og leikhúsáhugafólk!

Leikprufur fyrir atvinnuleiksýningu sem frumsýnd verður í haust á Egilsstöðum!

Sláturhúsið í samstarfi við leikhópinn Svipir auglýsir eftir leikurum í sýninguna Hollvættur á heiði eftir Þór Tulinius, sem sérstaklega var skrifað í tilefni af opnun nýs sviðslistarýmis í Sláturhúsinu. Við leitum að fimum ungum leikurum frá 13 ára aldri og uppúr sem einnig geta sungið. Umsækjendur mega gjarnan hafa reynslu úr fimleikum, dansi eða einhverju ámóta. Prufur fara fram í Sláturhúsinu helgina 5-7 maí. Áhugasamir sendi línu via email með nýlegri mynd af ykkur og örstuttum upplýsingum um reynslu af leiklist, fimleikum, söng eða öðru sem ykkur finnst skipta máli að komi fram og munum við svara ykkur og úthluta ykkur tíma í prufu helgina 5.-6.maí. Í prufunni viljum við gjarnan heyra ykkur syngja og hér neðar er stungið uppá nokkrum þjóðþekktum lögum sem þið getið valið úr. Eins er þess óskað að þið farið með stuttan textabút úr leikritinu sem þið fáið sendan þegar þið hafið sent okkur póst með ósk um þátttöku. Email sendist fyrir 4. maí á netfangið mmf@mulathing.is

Lög sem þið getið valið úr og fáið undirleik á píanó:

Vikivaki (Vorið kemur)Ljóð: Jóhannes úr Kötlum- Lag: Valgeir Guðjónsson

Kvæðið um Fuglana eða Snert Hörpu mína Himinborna Dís - Ljóð Davíð Stefánsson, lag: Atli Heimir SVeinsson

Maístjarnan: Ljóð Halldór Laxness - Lag Jón Ásgeirsson

Ef Ástin er Hrein Jón Jónsson

Eða lag að eigin vali en þá án undirleiks“

Sláturhúsið í samstarfi við leikhópinn Svipir auglýsir eftir leikurum
Getum við bætt efni þessarar síðu?