Fara í efni

Smáhýsi

07.06.2021 Fréttir

Vegna aukinna vinsælda smáhýsa er ástæða til að draga saman og kynna þær reglur er varða slíkar byggingar.

Smáhýsi er samkvæmt byggingarreglugerð „Skýli sem almennt er ætlað til geymslu garðáhalda o.þ.h. og er ekki ætlað til íveru. Smáhýsi er ekki upphitað. Hámarksstærð þess er 15 m²“

Smáhýsi á lóð.

Undanskilin byggingarleyfi eru smáhýsi úr léttum byggingarefnum til geymslu garðáhalda o.þ.h. á lóð utan byggingarreits þegar eftirfarandi kröfur eru uppfylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil samkvæmt gildandi deiliskipulagi:

  1. Flatarmál smáhýsis er að hámarki 15 m².
  2. Fjarlægð milli smáhýsa innbyrðis, frá glugga eða hurð húss og frá útvegg timburhúss er a.m.k. 3,0 m eða sýnt er fram á að brunamótstaða veggja smáhýsis og aðliggjandi húss sé þannig að fullnægjandi brunahólfun náist á milli húsanna.
  3. Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m er glugga- og hurðalaus.
  4. Mesta hæð þaks á smáhýsi er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
  5. Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa þeirrar nágrannalóðar og skal það lagt fram hjá byggingarfulltrúa.
  6. 2.3.5 Byggingarreglugerðar liður g

Það borgar sig alltaf að sækjast eftir áliti byggingarfulltrúa áður en hafist er handa eða efni keypt.

Nánari leiðbeiningar um smáhýsi má finna í leiðbeiningarblaði Húsnæðis,- og mannvirkjastofnunar á heimasíðu Mannvirkjastofnunar www.hms.is

Smáhýsi
Getum við bætt efni þessarar síðu?