Fara í efni

Snjóflóðahætta undir Strandartindi

02.01.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Enn er snjóflóðahætta undir Strandartindi á Seyðisfirði líkt og greint var frá í gær þegar tvö íbúðarhús voru rýmd. Nokkur úrkoma var í nótt og gert er ráð fyrir að hún haldi áfram eitthvað frameftir degi. Rýmingar eru því enn í gildi og ekki er gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt fyrr en síðar í dag í fyrsta lagi.

Rýmingarreitir eru númer 4 og 6. Þá má sjá á meðfylgjandi korti.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Veðurstofunnar.

Snjóflóðahætta undir Strandartindi
Getum við bætt efni þessarar síðu?