Fara í efni

Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði - Aldan og Bakkahverfi

Nýtt húsbílastæði (m. EPB, Landslag)
Nýtt húsbílastæði (m. EPB, Landslag)

Þann 10. desember var skrifað undir verksamning við Héraðsverk vegna verksins og hljóðar samningsfjárhæð upp á tæplega tvo milljarða og skal verki vera lokið 30. október árið 2025.

Fyrsti hluti verksins er gerð nýs húsbílastæðis í stað þess eldra, sem mun verða aflagt þar sem það lendir að stórum hluta undir garði. Áætlað er að stór hluti húsbílastæðisins verði tilbúinn í maí 2022. Verktaki hefur jafnframt hafið vinnu í Skaganámu þar sem sækja þarf efni til verksins og hafið vinnu við gerð vinnuvegar frá Skaganámu að vinnusvæðinu svo hægt verði að halda þungaumferð vegna verkefnisins utan við götur bæjarins.

Á vormánuðum er von á fyrstu sendingu af grindarefni til landsins og í kjölfarið má reikna með vinna hefjist við Öldugarðinn sem er stærstur þeirra garða sem byggðir verða.

Verktaki mun hafa aðstöðu og vinnubúðir á gamla malarvellinum við Langatanga.

Deiliskipulagsuppdráttur

Yfirlitsmynd (m. EPB)

Húsbílastæði (m. EPB)


Getum við bætt efni þessarar síðu?