Fara í efni

Snjómokstur – sýnum varkárni

25.02.2022 Fréttir

Unnið er að snjómokstri í öllum bæjarhlutum Múlaþings, en mikið hefur snjóað að undanförnu og veður ekki alltaf upp á það besta. Starfsmenn þjónustumiðstöðva sveitarfélagsins og verktakar sem sinna snjómokstri fyrir sveitarfélagið vinna að því að halda götum og stígum opnum en töluverðan tíma mun taka að hreinsa allar götur og stíga að fullu.

Íbúar eru beðnir um að sýna því skilning og eins er íbúum bent á að vara sig í umferðinni þar sem að snjóhaugar eru teknir að safnast upp hér og þar og byrgja ökumönnum sýn.

Snjóblásara- og skóflunotendum sem moka stéttar bæjanna og aðstoða nágrannana er þakkað þeirra framlag.

Snjómokstur – sýnum varkárni
Getum við bætt efni þessarar síðu?