Fara í efni

Staða framkvæmda á Fellavelli

05.09.2023 Fréttir Egilsstaðir

Í sumar hefur farið fram gríðarlega mikil vinna við gervigrasvöllinn í Fellabæ og var vonin sú að hægt væri að fara að nota völlinn um miðjan ágúst. Ófyrirséðar tafir hafa því miður orðið á afhendingu á gúmmí í völlinn frá verksmiðjunni erlendis sem seinkuðu öllum framkvæmdum. Nýjar áætlanir segja því til um að hægt verði að klára verkefnið að mestu um miðjan september og þá verði hægt að byrja að spila knattspyrnu á vellinum.

Þetta veldur að sjálfsögðu óþægindum, þá helst fyrir starf knattspyrnudeildar Hattar, en iðkendur og stjórnarfólk horfir jákvæðum augum á lokaútkomu verkefnisins.

Þá er gaman frá því að segja að knattspyrnudeild Hattar fékk nýverið styrk frá mannvirkjasjóði KSÍ til uppbyggingar á Fellavelli að upphæð 15,7 miljónir króna. Sá styrkur skiptist í 2 hluta, þ.e. 10 milljónir í völlinn sjálfan og 5,7 milljónir í byggingu efri hæðar á vallarhúsið. Nú er sú bygging í hönnunarferli en markmiðið er að hún verði fokheld fyrir árslok.

Staða framkvæmda á Fellavelli
Getum við bætt efni þessarar síðu?