Fara í efni

Starf skjalastjóra laust til umsóknar

23.03.2022 Fréttir

Laust er til umsóknar fullt starf skjalastjóra hjá Múlaþingi. Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfskraftur er með fasta starfsstöð á einni af fjórum skrifstofum Múlaþings; Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi eða Seyðisfirði. Helstu verkefni og ábyrgð eru:

  • Ábyrgð og umsjón með skjalasafni sveitarfélagsins.
  • Ábyrgð á að móttaka, skráning og skil sé í samræmi við lög og reglugerðir.
  • Umsjón með gæðahandbók.
  • Fræðsla og aðstoð til starfsmanna.
  • Tekur þátt í samstarfsverkefnum um þróun starfrænna lausna.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér

Starf skjalastjóra laust til umsóknar
Getum við bætt efni þessarar síðu?