Fara í efni

Starfsdagur í grunnskólum á mánudag

01.11.2020 Fréttir

Þar sem ljóst er að hertar sóttvarnaraðgerðir hafa víðtæk áhrif á skipulag skólastarfs í grunnskólum hefur verið ákveðið að hafa starfsdag í grunnskólum Múlaþings til að gefa starfsfólki tækifæri til að bregðast við þeim aðstæðum sem fram undan eru. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast grannt með tilkynningum frá skólunum.

Beðið er frekari upplýsinga áður en ákvörðun verður tekin um hvort skipulagsdagur verður í leikskólum á morgun, niðurstaða verður kynnt um leið og hún liggur fyrir.

Starfsdagur í grunnskólum á mánudag
Getum við bætt efni þessarar síðu?