Fara í efni

Starfsmenn Tjarnarskógar ljúka diplómanámi í leikskólafræðum

18.06.2025 Fréttir Egilsstaðir

Undanfarin tvö ár hafa fimm starfsmenn leikskólans Tjarnarskógar á Egilsstöðum tekið þátt í fagháskólanámi sem ætlað er leikskólastarfsmönnum. Það eru þær Birna Sif, Ingveldur Þórey, Eygló, Íris og Karlotta sem nú hafa lokið náminu með glæsibrag.

Námið, sem er 60 eininga grunn­diplóma, var sett upp sem hálft nám yfir tvö ár og kennt í blönduðu stað- og fjarnámi. Markmið námsleiðarinnar er að búa þátttakendur undir frekara nám í leikskólakennarafræðum, en diplómanámið jafngildir fyrsta ári í þriggja ára B.Ed.-námi.

Útskrift þeirra fór fram laugardaginn 14. júní og óskum við þeim innilega til hamingju með áfangann. Þær hafa sýnt mikinn metnað og elju og eru til fyrirmyndar fyrir samstarfsfólk og börnin sem þær starfa með daglega.

Starfsmenn Tjarnarskógar ljúka diplómanámi í leikskólafræðum
Getum við bætt efni þessarar síðu?