Fara í efni

Stígandabekkurinn

07.02.2024 Fréttir Djúpivogur

Undanfarið hafa starfsmenn áhaldahússins unnið að smíði á trébekkjum sem ætlunin er að dreifa um þorpið til hægðarauka fyrir fótalúna gangandi vegfarendur.

Um er að ræða endurgerð á “Stígandabekknum” sem stóð árum saman á pallinum við Löngubúð en er nú ónothæfur. Bekkurinn sá var upphaflega í félagsheimilinu Stíganda í Álftafirði og var fluttur á Djúpavog þegar það var rifið árið 1990. Stígandi stóð um það bil þar sem Kerhamrar standa núna, aðeins ofar. Nokkrir slíkir bekkir voru í húsinu og stóðu meðfram veggjum innandyra. Auk þess að smíða 13 nýja bekki var sá gamli mældur upp og teiknaður í tölvu. Það verða því hæg heimatökin að smíða fleiri ef þurfa þykir og dýrmætt að halda með þessum hætti upp á skemmtilegar menningarminjar af svæðinu.

 

Stígandabekkurinn
Getum við bætt efni þessarar síðu?