Fara í efni

Stöðuhýsi og hús til sölu

17.09.2021 Fréttir

Djúpivogur: Múlaþing auglýsir til sölu timburhús frá 1982 til flutnings. Húsið er á steyptum sökkli við Vörðu 6 og er 68,4 m2 að stærð. Eignina skal fjarlægja sem fyrst. Frekari upplýsingar og óskir um skoðun veitir runar.matthiasson@mulathing.is 

Seyðisfjörður: Múlaþing auglýsir til sölu stöðuhýsi til flutnings. Um er að ræða 115 m2 stórt hýsi, samansett úr þremur einingum, með salerni og litlu eldhúsi. Hýsið skal fjarlægja ekki síðar en 1. nóvember 2021. Frekari upplýsingar og óskir um skoðun veitir kjartan.robertsson@mulathing.is

Eignirnar verða seldar í núverandi ástandi sem áhugasömum aðilum er bent á að kynna sér.

Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið mulathing@mulathing.is merkt „Tilboð í eignir“ eigi síðar en kl. 08:00 þann 29. september 2021. Múlaþing áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

Stöðuhýsi á Seyðisfirði
Stöðuhýsi á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?