Fara í efni

Stöðuhýsi til sölu

Múlaþing auglýsir til sölu stöðuhýsi á Seyðisfirði til flutnings. Um er að ræða 115 m2 stórt hýsi, samansett úr þremur einingum, með salerni og litlu eldhúsi. Eignin verður seld í núverandi ástandi sem áhugasömum aðilum er bent á að kynna sér. Frekari upplýsingar um eignina og óskir um skoðun veitir starfsfólk framkvæmdasviðs, steingrimur.jonsson@mulathing.is og hugrun.hjalmarsdottir@mulathing.is, eftir 26. júlí næstkomandi.

Lágmarkstilboð er 8,8 milljónir kr. án vsk. og skal hýsið fjarlægt fyrir 1. október 2021.

Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið mulathing@mulathing.is merkt „Tilboð í stöðuhýsi“ eigi síðar en kl. 08:00 þann 16. ágúst 2021. Múlaþing áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

 

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?