Fara í efni

Störf við Djúpavogshöfn og þjónustumiðstöð

29.01.2024 Fréttir Laus störf Djúpivogur

Múlaþing leitar að starfsmönnum í tvö störf við Djúpavogshöfn frá 1. maí til 1. október 2024. Störfin eru fjölþætt og fela í sér vinnu við öryggis- og hafnarvörslu, ásamt hafnarvernd og hefðbundnum verkamannastörfum. Gert er ráð fyrir að starfsmenn gangi í störf hjá þjónustumiðstöð þegar svo ber undir. Auglýst er eftir starfsmönnum sem náð hafa 18 ára aldri, eru tilbúnir að vinna sveigjanlegan vinnutíma, hafa þjónustulund, góða samskipta- og samstarfshæfileika og tala íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar ásamt umsókn um störfin má finna á starfasíðu sveitarfélagsins hjá Alfreð Sumarstörf við Djúpavogshöfn | Djúpavogshöfn (alfred.is).

Störf við Djúpavogshöfn og þjónustumiðstöð
Getum við bætt efni þessarar síðu?