Fara í efni

„Stóri plokkdagurinn" verður haldinn í fimmta sinn sunnudaginn 24. apríl nk.

22.04.2022 Fréttir

Undanfarnar vikur hefur tíðarfar verið með besta móti í Múlaþingi og því óskar Múlaþing liðsinnis allra sem vettlingi geta valdið, við að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi og bæta ásýnd sveitarfélagsins eftir veturinn. Skilja má eftir poka sem rusl hefur verið tínt í, og munu starfsmenn þjónustumiðstöðva Múlaþings fjarlægja þá eftir helgina. Pokarnir þurfa að vera vel lokaðir og ágætt að þeir séu á áberandi stöðum þannig að þeir finnist. Fólk er hvatt til að flokka í pokana eins og hægt er og halda t.d. plasti og pappa aðskildu, þannig að það sem er hæft til þess, fari í endurvinnslu.

Sumarstarfsfólk Múlaþings tekur svo við þessum verkefnum þegar það mætir til starfa í byrjun maí.

Íbúum er bent á að hafa samband við forstöðumenn þjónustumiðstöðva Múlaþings til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á hverjum stað:

Borgarfjörður 
Björn Skúlason 867 2758
Djúpivogur Sigurbjörn Heiðdal 864 4911
Egilsstaðir/Fellabær Kári Ólason 864 4979
Seyðisfjörður Gunnlaugur Friðjónsson 896 1505

 

Margar hendur vinna létt verk.

„Stóri plokkdagurinn
Getum við bætt efni þessarar síðu?