Fara í efni

Styrkleikarnir verða haldnir á Egilsstöðum í ár

28.04.2023 Fréttir

"Styrkleikar Krabbameinsfélagsins eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra."

Styrkleikarnir eru nýir leikar á vegum krabbameinsfélagsins en þeir voru haldnir í fyrsta sinn árið 2022 á Selfossi. Nú á að bæta í og halda leikana líka á Egilsstöðum þar sem Krabbameinsfélag Austurlands stendur fyrir viðburðinum. 

Leikarnir felast í því að einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, fjölskyldur og/eða aðstandendur skrá sig í lið. Liðið fær afhent kefli sem halda þarf á hreyfingu í sólarhring, hvort sem það er með göngu, skokki, hjóli eða jafnvel að sitja í kerru. Boðskapurinn er að engin hvíld fæst frá krabbameini, ekki heldur á nóttunni. 

Leikarnir verða haldnir 26. - 27. ágúst og verður fjölbreytt og falleg dagskrá auglýst síðar en hægt er að skoða þennan magnaða viðburð hér á heimasíðu krabbameinsfélagsins

Múlaþing hvetur öll til að skrá sig. 

Styrkleikarnir verða haldnir á Egilsstöðum í ár
Getum við bætt efni þessarar síðu?