Fara í efni

Sumarfrístund á Egilsstöðum

22.04.2022 Fréttir

Í sumar stendur Múlaþing fyrir sumarfrístund á Egilsstöðum í júní-júlí og ágúst.

Verður áhersla sumarfrístundar að venju á útivist, hreyfingu og gleði. Meðal þess sem gert er í sumarfrístund eru leikir, gönguferðir, hjólaferðir, sundferðir, íþróttir, föndur og fleira.

Forstöðuaðilar eru Árndís Birgitta Georgsdóttir og Rebekka Ýr Unnarsdóttir.

Fyrra tímabil Sumarfrístundar á Egilsstöðum er frá 9. júní til 8. júlí fyrir börn fædd 2013 – 2015 (sem voru að ljúka 1.-3. bekk).

Seinna tímabil er frá 2. – 17. ágúst fyrir börn fædd 2013-2016 (verðandi 1.-4. bekk).

Verður frístund starfrækt mánudaga – föstudaga kl. 9:00 – 12:00, 13:00 – 16:00 eða 9:00 –16:00. Þá er hægt að kaupa viðbótarstund sérstaklega, en það er þá gæsla frá kl. 8:00 - 9:00 að morgni.

Greitt er fyrir allt tímabilið en hægt er að velja um að skrá fyrir eða eftir hádegi eða heilan dag. Innifalið í gjaldi er, auk gæslu, ávaxtatími fyrir og eftir hádegi og hádegismatur.

Verð fyrir fyrra tímabilið er 65.000 kr. (heill dagur) og 25.000 kr. (hálfur dagur) ef skráð er fyrir 16. maí. 85.000 kr. (heill dagur) og 35.000 kr. (hálfur dagur) ef skráð er seinna. Verð fyrir seinna tímabilið er 35.000 kr. (heill dagur) og 15.000 kr. (hálfur dagur) ef skráð er fyrir 16. maí, 50.000 kr. (heill dagur) og 20.000 kr. (hálfur dagur) ef skráð er seinna.

Viðbótarstund er 20.000 kr. fyrir fyrra tímabil og 10.000 fyrir seinna tímabil.

Athugið að öll börn eiga rétt á a.m.k. 4 vikna samfelldu sumarleyfi.

Lokafrestur til að skrá í Sumarfrístund á Egilsstöðum er annars vegar 16. maí (ódýrari skráning) og hins vegar 31. maí 2022. Skráning verður í gegnum Völu frístund og opnar fyrir skráningu í lok apríl.

Nánari upplýsingar á póstfanginu sumarfristund.egilsstadir@mulathing.is.

Upplýsingar um sumarfrístund á Seyðisfirði og Djúpavogi eru væntanlegar eins fljótt og auðið er.

Sumarfrístund á Egilsstöðum
Getum við bætt efni þessarar síðu?