Fara í efni

Sumarfrístund í Múlaþingi 2023

08.05.2023 Fréttir Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Í sumar verður boðið upp á Sumarfrístund á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Starfið skiptist í tvö tímabil, fyrra tímabil er frá skólalokum til 7. júlí og seinna tímabil frá 31. júlí – 18. ágúst. Sumarfrístund verður starfrækt mánudaga – föstudaga frá klukkan 9:00 og er mismunandi eftir hverjum stað hvort starfi lýkur 14:00 eða 16:00.

Fyrra tímabilið er ætlað fyrir börn fædd 2014 – 2016 (sem voru að ljúka 1.-3. bekk) og seinna tímabil fyrir börn fædd 2014 - 2017 (verðandi 1.-4. bekk).
Foreldrar greiða fyrir hverja viku, en stefnt er að því að unnið verði eftir ákveðnu þema í hverri viku. Innifalið í sumarfrístund er skipulagt frístundastarf, ávaxtanesti og hádegismatur. Allar frekari upplýsingar koma fram á auglýsingu fyrir hvern stað fyrir sig.

Skráning fer fram í Sportabler og lokafrestur til að skrá börn í Sumarfrístund er til og með 21. maí. Því miður er það svo að á Egilsstöðum og Djúpavogi verður takmarkaður fjöldi plássa í boði en verður skráð á biðlista. 

Hægt er að skrá í gegnum appið eða á þessum hlekk: https://www.sportabler.com/shop/mulathing.

Sumarfrístund í Múlaþingi 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?