Fara í efni

Sumarnámskeið fyrir 10-12 ára krakka á Djúpavogi og Seyðisfirði

20.05.2022 Fréttir Djúpivogur Seyðisfjörður

Í júní verður börnum á aldrinum 10-12 ára boðið að taka þátt í sumarnámskeiðum á vegum félagsmiðstöðvanna Geimstöðvarinnar á Seyðisfirði og Zion á Djúpavogi. Námskeiðin fara fram í félagsmiðstöðvunum og víðar og verða frá klukkan 9:00-12:00 virka daga. Áhersla verður á að styrkja félagslega þætti, leiðtogahæfni og samvinnu í gegnum leiki, útivist og hreyfingu.

Stjórnandi námskeiðsins á Seyðisfirði er Ashley Milne og er Óðinn Lefever stjórnandi námskeiðsins Djúpavogi.

 

Hægt er að velja um tvö tímabil:

Tímabil I: 7.-16. júní, verð 8.000 kr.

Tímabil II: 7.-24. júní, verð 10.000 kr.

 

Skráning fer fram í gegnum Völu, á sumar.vala.is og lýkur skráningu sunnudaginn 29. maí 2022.

Nánari upplýsingar hjá Ashley á póstfanginu ashley.milne@mulathing.is og hjá Óðni á póstfanginu odinn.lefever@mulathing.is

Sumarnámskeið fyrir 10-12 ára krakka á Djúpavogi og Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?