Fara í efni

Sundhöll Seyðisfjarðar lokuð til 8. júní

Vegna framkvæmda við nýjan heitan pott, Bö pott, og vegna sumarleyfis starfsmanns verður Sundhöll Seyðisfjarðar lokuð til 8. júní klukkan 07:00.

Minnt er á að árskortshafar, sem og aðrir, geta nýtt sér gufubað og heitan pott í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar. Einnig geta þau sem eiga kort í Sundhöll mætt gjaldfrjálst í sundlaugina á Egilsstöðum á meðan á lokun stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.


Getum við bætt efni þessarar síðu?