Fara í efni

Tækniminjasafn Austurlands hefur opnað á nýjan leik með sýningunni Búðareyri: saga umbreytinga

21.06.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði varð fyrir miklum búsifjum, eins og alkunna er, þegar stærsta skriða sem fallið hefur í byggð á Íslandi hreif með sér stóran hluta húsa þess og safnkosts. Fyrir þann örlagaríka atburð stóð safnið á krossgötum og hafin var vinna við allsherjar endurskoðun á stefnu þess og framtíðarsýn. Nú er sú mikla vinna að bera ávöxt með sýningunni Búðareyri: saga umbreytinga. Sýningin fjallar um sögu Búðareyrar frá 1880 til dagsins í dag og þær umbreytingar í búsetu, atvinnulífi, samfélagi og náttúru sem þar hafa átt sér stað. Breytingar sem segja ekki eingöngu staðbundna sögu heldur endurspegla jafnframt hluta af mun stærri sögu tækniframfara og mannlífsbreytinga síðustu 150 árin á Íslandi og víðar. Sýningin er til húsa í og við Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Eftir að fyrirtækið hætti starfsemi, hefur húsnæðið verið notað fyrir sýningar Tækniminjasafnsins.

Opnunartímar

Maí - september
Mánudaga - laugardaga kl. 10 - 17

Aðgangseyrir

Fullorðnir : 1500 kr
Börn : 500 kr
Lífeyrisþegar og nemar : 1000kr.

Tækniminjasafn Austurlands hefur opnað á nýjan leik með sýningunni Búðareyri: saga umbreytinga
Getum við bætt efni þessarar síðu?