Fara í efni

Tafir á tæmingum á almennu og lífrænu sorpi í dreifbýli

02.10.2023 Fréttir Egilsstaðir

Samkvæmt áætlun hefjast tæmingar á lífrænu og almennu sorpi í þessari viku í dreifbýli. Tvískiptur bíll átti að annast tæmingarnar en hann er því miður ekki kominn og munu því verða farnar tvær ferðir á bíl með einu hólfi. Íbúar mega því reikna með að tæmingin taki lengri tíma en venjulega, vonandi mun þetta ganga hratt og vel fyrir sig svo íbúar verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa.

Tafir á tæmingum á almennu og lífrænu sorpi í dreifbýli
Getum við bætt efni þessarar síðu?