Fara í efni

Þjóðleikur

08.03.2022 Fréttir

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í samstarfi við Þjóðleikhúsið efnir til námskeiða í tengslum við leiklistarhátíðina Þjóðleik næst komandi lugardag þann 12.mars. Námskeiðin eru þríþætt; 1. Lýsing og leikhústækni fyrir þáttakendur í Þjóðleik og áhugafólk um leikhústækni, 2. Leikstjórn og leiklistarkennsla; námskeið fyrir leiðbeinendur Þjóðleiks, kennara og annað áhugafólk um leiklist, 3. Ung RÚV, tækninámskeið, ætlað fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að kynna sér upptökutækni og klipp með það að markmiði að fylgja eftir og mynda Þjóðleik á Austurlandi.

Að vöndu verður einnig haldin Þjóðleikshátíð þar sem að sýnd verða öll þau verk sem að æfð hafa verið. Hátíðin fer fram þriðju helgina í maí og verður auglýst nánar síðar.

Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á Facebook síðu Menningarmiðstöðvarinnar 

Þjóðleikur
Getum við bætt efni þessarar síðu?