Fara í efni

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, COVID-19

20.08.2021 Fréttir Covid - 19

Á Austurlandi eru nú 7 í einangrun og 58 í sóttkví.

Í tengslum við smitið á leikskólanum á Seyðisfirði var börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans boðið í sýnatöku á miðvikudag. Tveir greindust jákvæðir í þeirri sýnatöku og voru báðir í sóttkví við greiningu. Því hafa alls fjögur smit greinst sem hafa tengingu við leikskólann á Seyðisfirði. Töluverður fjöldi er í sóttkví og verður það áfram þar til seinni sýnatakan fer fram. Vonir standa til að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita.

Aðgerðastjórn hvetur til ítrustu sóttvarna og vill biðla til fólks að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einhverjum einkennum. Áfram verður fylgst með gangi mála og mun aðgerðastjórn upplýsa um stöðuna um leið og frekari niðurstöður liggja fyrir.

 

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, COVID-19
Getum við bætt efni þessarar síðu?