Fara í efni

Tilkynning frá lögreglu

19.09.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á Austfjörðum eru íbúar beðnir um að fara með gát á ferðum sínum um vegi fjórðungsins. Á það ekki síst við þar sem ekið er undir bröttum hlíðum svo sem við Kambanes og Njarðvíkurskriður, við Grænafell, Hólmaháls og fleiri slíka staði. Akstur í myrkri krefst sérstakrar aðgæslu við aðstæður sem þessar þar sem skyggni er lítið.

Engar upplýsingar hafa borist í dag um hlaup yfir veg en Vegagerðin er í viðbragðsstöðu og mun bregðast hratt við ef slíkt gerist. Fjarðarheiðin var vöktuð í nótt og haldið opinni.

Tilkynning frá lögreglu
Getum við bætt efni þessarar síðu?