Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi Djúpivogur - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - deiliskipulag

18.09.2020 Skipulag í auglýsingu
Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu á athafnasvæði við Háukletta (greinargerð dags. 28. ágúst 2020 m.s.br. / uppdráttur dags. 17. ágúst 2020).
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu athafnahúsnæðis (allt að 2.500 m2 að stærð), ásamt færslu á jarðvegsmön. Afmörkuð er lóð og byggingareitur ásamt aðkomuleið.
 
Nálgast má tillögu og uppdrætti hér fyrir neðan:
 

Greinargerð

Kynningargögn vegna ofangreindra skipulagsmála munu liggja frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, til og með 2. október 2020.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum er varða ofangreind mál skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfang skipulag@djupivogur.is, eigi síðar en 2. október 2020. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga.
 
Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepp
Getum við bætt efni þessarar síðu?