Fara í efni

Tillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044

20.07.2022 Fréttir

Svæðisskipulagnefnd fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) hefur auglýst tillögu að svæðisskipulagi fyrir Austurland, þ.e. Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044, samkvæmt 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna í landshlutanum á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar með það að markmiði að Austurland verði æ betra til búsetu, atvinnu og ferðalaga.

Svæðisskipulagsgögnin eru til sýnis á vef Austurbrúar og í samráðsgátt stjórnvalda.

Athugasemdir þurfa að berast rafrænt í samráðsgátt stjórnvalda eða á netfangið svaedisskipulag@austurbru.is, eigi síðar en 20. ágúst 2022.

Tillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044
Getum við bætt efni þessarar síðu?