Fara í efni

Tré ársins 2023

08.09.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Tré ársins 2023 verður formlega útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 10. september klukkan 13:00. Að þessu sinni er um að ræða sitkagreni (Picea sitchensis) á Seyðisfirði, ofan við Hafnargötu 32 (þar sem Sandfell stóð).

Dagskrá útnefningarathafnar:

Klukkan 13:00.

  1. Tónlist: Arna Magnúsdóttir og Ágúst T. Magnússon
  2. Ávarp: Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
  3. Mæling á Tré ársins 2023
  4. Ávarp: Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings
  5. Afhending viðurkenningarskjala
  6. Ávarp: Hafberg Þórisson, styrktaraðili Trés ársins
  7. Veitingar í boði Skógræktarfélags Íslands í Tækniminjasafninu.

Tónlist leikin af fingrum fram.

Öll velkomin!

Styrktaraðili Trés ársins er Lambhagi ehf.

Tré ársins 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?