Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð fundaði á Djúpavogi

Ævintýralegur Hálsaskógur
Ævintýralegur Hálsaskógur

Margir litlir gluggar á tölvuskjá einkenna flesta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs en 32. fundur ráðsins var haldinn í blíðskapar veðri á Djúpavogi í vikunni. Gengið var um hinn ævintýralega Hálsaskóg og staðan tekin á hinum ýmsu skipulags- og framkvæmdamálum í bænum. Dýrindis hádegismatur var snæddur á Við Voginn og svo fundað í Löngubúð fram eftir degi.

 

 

 

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?