Fara í efni

Umhverfismatsskýrsla fyrir Fjarðarheiðargöng í kynningu

24.05.2022 Fréttir Egilsstaðir Seyðisfjörður

Vegagerðin hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fyrir Fjarðarheiðargöng í Múlaþingi.

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hér auk þess sem framkvæmdaraðili hefur sett upp vefsjá fyrir framkvæmdina þar sem meðal annars má nálgast viðauka með umhverfismatsskýrslunni.

Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á skrifstofu Múlaþings og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 5. júlí 2022 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Umhverfismatsskýrsla fyrir Fjarðarheiðargöng í kynningu
Getum við bætt efni þessarar síðu?