Fara í efni

Umsókn tekjulágra og elli- og örorkulífeyrisþega um afslátt af fasteignaskatti

25.02.2021 Fréttir

Umsókn tekjulágra og elli- og örorkulífeyrisþega um afslátt af fasteignaskatti

Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Múlaþingi er veittur afsláttur af fasteignaskatti af samþykktu íbúðarhúsnæði, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Múlaþingi sem búa í eigin íbúð og:
a) eru 67 ára við upphaf álagningarárs eða eldri
b) hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir upphaf álagningarárs
c) hafa ekki leigutekjur af viðkomandi húsnæði
d) hafa ekki fullvinnandi einstakling/einstaklinga, aðra en maka búsetta á heimilinu
e) skilað hafa inn með umsókninni staðfestu afriti af skattframtali 2021 vegna tekna á árinu 2020 ásamt yfirliti yfir fjármagnstekjur sama árs.

Frekari upplýsingar um málið er að finna í reglum um afslátt á fasteignaskatti hjá Múlaþingi 2021. 

Til að sækja um afslátt á fasteignaskatti þarf að skrá sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Umsókn um afslátt af fasteignaskatti
Umsókn um afslátt af fasteignaskatti, í umboði umsækjanda

Ljósmynd frá Djúpavogi.
Ljósmynd frá Djúpavogi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?