Fara í efni

Umsóknarfrestur í Hvatasjóð Seyðisfjarðar framlengdur

05.01.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Verkefnisstjórn Seyðisfjarðarverkefnis stjórnvalda, Múlaþings og Austurbrúar hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest í Hvatasjóð Seyðisfjarðar til fimmtudagsins 26. janúar næstkomandi.

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að atvinnuuppbyggingu með því að virkja frumkvæði íbúa og annarra haghafa sem tengjast byggðarlaginu og koma til móts við þá atvinnurekendur og einstaklinga í atvinnurekstri sem orðið hafa fyrir tjóni. Veittir verða styrkir til atvinnu- og nýskapandi verkefna. Atvinnurekendur, einstaklingar í atvinnurekstri og aðrir sem tengjast byggðalaginu, eru hvattir til að sækja um styrki til atvinnuverkefna.

Frestur til að senda inn umsókn er til 26. janúar 2023. Umsjón og framkvæmd verkefnisins er í höndum Austurbrúar og allar upplýsingar um sjóðinn má nálgast hér: Uppbygging á Seyðisfirði | Austurbrú (austurbru.is)

Umsóknarfrestur í Hvatasjóð Seyðisfjarðar framlengdur
Getum við bætt efni þessarar síðu?